Erlent

Viðvörun á heimsvísu vegna lífshættulegrar leðurblökuveiru

Sérfræðingar í smitsjúkdómum hafa gefið út viðvörun á heimsvísu vegna lífshættulegrar leðurblökuveiru sem greinst hefur í Ástralíu.

Þegar hafa þrír látist í Ástralíu, þar á meðal átta ára gamall drengur, í kjölfar leðurblökubits. Engin lækning er þekkt gegn þessari veiru og læknar útiloka ekki að hún geti borist beint milli manna.

Þeir sem veiran sýkir eiga fyrir höndum um þriggja vikna langt dauðastríð. Í fyrstu er um krampa og magakvalir að ræða sem síðan þróast yfir í mikinn sótthita og heilaskaða.

Veiran sem hér um ræðir heitir lyssaveira en afbrigði af henni hafa einnig greinst í leðurblökum í Evrópu og Bandaríkjunum, að því er segir á vefsíðu sjónvarpsstöðvarinnar France 24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×