Enski boltinn

Katrín lék í jafntefli gegn Everton

Katrín er hér á ferðinni í kvöld.
Katrín er hér á ferðinni í kvöld. Nordicphotos/Getty
Katrín Ómarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool Ladies í kvöld. Liverpool-stúlkur léku þá gegn nágrannastúlkunum í Everton.

Lokatölur leiksins voru 1-1. Liverpool komst yfir með marki úr vítaspyrnu en Everton jafnaði undir lokin. Rúmlega 1.000 manns mættu á leikinn sem var þess utan í beinni sjónvarpsútsendingu.

Leik Chelsea og Doncaster var frestað vegna veðurs en völlurinn var ekki í leikhæfu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×