Erlent

Frans 1. páfi hefur mikinn áhuga á fótbolta

Erlendir fjölmiðlar hafa grafið upp ýmsar staðreyndir um líf hins nýja páfa, Frans 1. Þar á meðal að mjög litlu hafi munað að hann yrði páfi í stað Benedikts 16. við valið árið 2005.

Ekstra Bladet tekur umfjöllunina saman í grein sem ber yfirskriftina 10. atriði sem þú vissir ekki um páfann. Þar kemur m.a. fram að faðir Frans 1. var Ítali en móðirin argentínsk húsmóðir. Faðirinn vann sem járnbrautastarfsmaður í Argentínu.

Frans 1. hefur mikinn áhuga á fótbolta og hann fylgist grannt með gengi uppáhalds fótboltaliðs síns sem er San Lorenzo í Buenos Aires.

Þá kemur fram að Frans 1. er með mastersgráðu í efnafræði frá háskólanum í Buenos Aires og hann hefur starfað sem kennari í bókmenntum og sálfræði.

Frans 1. hefur augljóslega engan áhuga á það sem kallað er lífsins gæði. Hann er þekktur í Argentínu fyrir að hafa hafnað kardinálabústaðnum í Buenos Aires þegar hann var skipaður í embættið. Í staðinn hélt hann áfram að búa í íbúð sinni ásamt öðrum presti við mjög þröngan kost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×