Erlent

Herinn aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir í Danmörku

Lögreglan í Danmörku og björgunarsveitir á vegum Falck munu fá aðstoð frá danska hernum í dag og á morgun þegar mikill vetrarstormur gengur yfir landið með töluverðri snjókomu.

Herinn mun útvega lögreglunni og björgunarsveitum brynvarin ökutæki sín sem annað hvort eru á skriðbeltum eða fjórhjóladrifin.

Reiknað er með að snjókoman muni jafngilda allt að 20 sentimetrum af jafnföllum snjó og að vegna skafrennings verði ófært víða en þó einkum á Fjóni og Jótlandi.

Verða þessi hertæki staðsett þar sem talið er að ástandið verði verst á vegum landsins og munu þau verða notuð til að aðstoða ökumenn í vandræðum vegna færðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×