Erlent

Búið að finna 13.000 svínahræ í fljóti sem rennur gegnum Shanghai

Fjöldi dauðra svína sem fundist hafa í fljótinu sem rennur í gegnum Shanghai borg í Kína er kominn yfir 13.000.

Enn sem komið er hefur ekkert komið fram um hvaðan öll þessi svínahræ koma. Úr fljótinu kemur drykkjarvatn fyrir mikinn fjölda af íbúum borgarinnar og hafa borgarbúar því miklar áhyggjur af þessu þrátt fyrir að yfirvöld segi þeim að drykkjarvatnið sé enn ómengað og öruggt til drykkju.

Rannsóknir hafa leitt í ljós að hluti af svínum þessum hefur drepist úr sýkingu sem ekki er skaðleg fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×