"Hefði væntanlega enginn sagt neitt við gulu spjaldi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2013 22:31 „Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur." Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
„Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber," segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ. Rautt spjald á Portúgalann Nani breytti gangi viðureignar Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld til muna. Heimamenn leiddu með einu marki þegar Nani var rekinn af velli eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Nani setti þá takkana í kviðinn á Alvaro Arbeloa, varnarmanni Real Madrid þar sem þeir reyndu báðir að ná til boltans. Arbeloa lá meiddur eftir og skömmu síðar, flestum að óvörum, lyfti tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakirrauða spjaldinu. Manni fleiri skoruðu gestirnir frá Madrid tvívegis og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum. Atvikið umdeilda má sjá frá fjölmörgum sjónarhornum í spilaranum hér fyrir ofan. „Hann náttúrulega metur það sem svo að hann sparki í hann og skapi andstæðingi sínum hættu. Menn vilja þó kannski meina að Nani hafi ekki vitað af manninum o.s.frv. Dómarinn metur þetta sem svo að hann hreinlega sparki í andstæðinginn og sé alvarlega grófur leikur," segir Gylfi Þór sem gat sér gott orð fyrir dómgæslu á sínum tíma. Aðspurður hvort máli skipti að brot Nani hafi verið óviljandi segir Gylfi: „Þegar þú ert inni á vellinum áttu að gæta þess að skapa ekki andstæðingnum hættu. Það skiptir auðvitað máli (innsk: hvort um óviljaverk eða ekki sé að ræða) en ef þú sparkar í magann eða ferð með takkana í kviðinn á andstæðingnum, það er ekki leyft," segir Gylfi Þór. Hann veltir því þó fyrir sér hvort allir hefðu ekki orðið sáttir með gult spjald. „Það hefði væntanlega enginn sagt neitt þótt það hefði verið gult spjald. Ef hann hefði sýnt það sem menn vilja stundum kalla „common sense"," segir Gylfi Þór. Eftirlitsmaður UEFA fylgist með dómurum í hverju verkefni. Aðspurður um hvernig hann muni taka á málunum segir Gylfi: „Hann fer auðvitað bara yfir öll mikilvægu atvik leiksins. Ef hann er þeirrar skoðunar að dómarinn hafi gert mistök fær hann stóran mínus. En þessi maður var valinn til þess að dæma þennan leik vegna þess að hann hefur staðið sig frábærlega í vetur."
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55 Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Mourinho: Betra liðið tapaði Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað. 5. mars 2013 21:55
Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. 5. mars 2013 15:07