Fótbolti

Mourinho: Betra liðið tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho tekur í hönd áhorfenda í kvöld.
Jose Mourinho tekur í hönd áhorfenda í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað.

United var 1-0 yfir þegar að Nani fékk að líta umdeilt rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Við það gerbreyttist leikurinn og Madríd skoraði tvívegis á skömmum tíma, sem tryggði liðinu sigur í kvöld.

„Óháð ákvörðun dómarans í kvöld var það betra liðið sem tapaði í kvöld. Við spiluðum ekki vel og áttum ekki skilið að vinna en svona er fótboltinn," sagði Mourinho.

„Ég er ekki að tala um dóminn því ég er ekki viss um hvort hann hafi verið réttur. En burt séð frá því þá tapaði betra liðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×