Fótbolti

Brot Nani frá mismunandi sjónarhornum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hér má líta brotið umdeilda sem varð til þess að Nani, leikmaður Manchester United, fékk að líta beint rautt spjald í leik liðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Staðan var þá 1-0 fyrir United en rauða spjaldið reyndist vendipunktur leiksins sem Madrídingar unnu, 2-1, og þar með 3-2 samanlagt.

Hér fyrir ofan má sjá brotið frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Dæmi hver fyrir sig.


Tengdar fréttir

"Hefði væntanlega enginn sagt neitt við gulu spjaldi“

"Stundum liggur þetta á svona grensu. Hefði hann ekki verið rekinn útaf hefðu hinir orðið brjálaðir. Dómarinn túlkar það að hann hafi ekki farið varlega eins og honum ber,“ segir Gylfi Þór Orrason formaður dómaranefndar KSÍ.

Mourinho: Betra liðið tapaði

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Manchester United í kvöld að betra liðið hafi tapað.

Real áfram eftir umdeilt rautt spjald

Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×