Enski boltinn

City tók fram úr Chelsea í launagreiðslum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Undanfarin ár hefur Chelsea greitt sínum leikmönnum hæstu laun allra liða í ensku úrvalsdeildinni en nú trónir Manchester City á toppi listans.

Chelsea skar reyndar niður launakostnað um átján milljónir punda - um 3,7 milljarða króna - og greiddi á síðasta rekstrar ári öllum starfsmönnum sínum 171 milljón punda í laun (35 milljarða).

Launakostnaður City er nú kominn yfir 200 milljónir punda (41,5 milljarðar) á ársvísu.

Þetta var í fyrsta sinn síðan Roman Abramovich keypti Chelsea árið 2003 að félagið lækkar launakostnað sinn á milli ára. Ein helsta ástæðan fyrir því eru nýjar fjárhagsreglur Knattspyrnusambands Evrópu sem taka gildi á næsta tímabili.

Þess má geta að launakostnaður Manchester United á ársvísu er 160 milljónir punda (33,2 milljarðar króna).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×