Enski boltinn

Liverpool vill fá Dalglish aftur til starfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn Liverpool munu nú vera að íhuga að bjóða Kenny Dalglish starf sem sérstakur sendiherra félagsins.

Dalglish var sagt upp störfum hjá félaginu í lok síðasta tímabils en hann hefur þó alla tíð verið í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

Samkvæmt enska götublaðinu The Sun bera eigendur Liverpool mikla virðingu fyrir Dalglish og vilja bjóða hann aftur til starfa hjá félaginu.

Hann hefur áður gegnt þessu starfi hjá Liverpool en hann tók fyrst við því árið 2009, áður en hann var svo ráðinn knattspyrnustjóri á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×