Erlent

Mars sem græn og lífvænleg pláneta

MYND/DISCOVERY
Um árabil hafa vísindamenn getið sér til um líf á Mars. Vitað er að vatn, sem er forsenda lífs eins og við þekkjum það, var eitt sinn til staðar á plánetunni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem við fáum að kynnast rauðu plánetunni eins og hún var þegar auðnir hennar voru grænar og gróskumiklar.

Við vinnslu myndarinnar notuðust vísindamennirnir við gögn frá gervitungli NASA sem nú er á sporbraut um Mars.

Á henni má sjá risavaxin úthöfn og stærsta dal sólkerfisins, Vallis Marineris. Á vinstri hönd má sjá tind eldfjallsins Olympus Mons sem teygir sig upp í gegnum lofthjúp Mars.

Vísindamennirnir taka fram að þeir hafi þurft að taka sér skáldaleyfi öðru hverju, engu að síður er ljósmyndin stórmerkilegur vitnisburður um forsögu Mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×