Erlent

Hundruð yfirgefa heimili sín

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geysa á eynni Tasmaníu í Ástralíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geysa á eynni Tasmaníu í Ástralíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. MYND/AFP
Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geysa á eynni Tasmaníu í Ástralíu.

Óstaðfestar fregnir herma að einn hafi farist í eldsvoðunum en talið er að um 80 byggingar hafi orðið eldi að bráð á síðasta sólarhring.

Eldarnir kviknuðu í kjölfar hitabylgju þar sem hitastig fór yfir 40 gráður.

Smábærinn Dunalley hefur farið hvað verst út úr eldunum en þar hafa skólar og sjúkrahús brunnið.

Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, sagði í dag að yfirvöld í landinu myndu koma þeim sem misst hafa heimili sín til hjálpar.

Slökkvistarf stendur enn yfir. Aðstæður hafa skánað á síðustu klukkustundum. Engu að síður stafar enn mikil hætta af eldunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×