Íslenski boltinn

Sonur Terry McDermott til reynslu hjá ÍA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry McDermott, til hægri, var á sínum tíma aðstoðarstjóri Kevin Keegan hjá Newcastle.
Terry McDermott, til hægri, var á sínum tíma aðstoðarstjóri Kevin Keegan hjá Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Greg McDermott, fyrrum leikmaður Newcastle, mun æfa með ÍA til reynslu í mánuðinum. Þetta kom fram í Boltanum í X-inu í dag.

Sá heitir Greg McDermott og er 22 ára gamall. Hann er uppalinn hjá Newcastle og er sonur Terry McDermott, fyrrum leikmanns Liverpool og Newcastle. Hann er nú aðstoðarstjóri Birmingham en hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Newcastle og Huddersfield.

„Við erum að leita að miðjumanni eftir að Jesper Jensen hætti hjá okkur um áramótin, eftir að hafa slitið krossband í annað sinn," sagði Þórður Guðjónsson, framkvæmdarstjóri ÍA, við Boltann.

„Við erum með marga leikmenn sem koma til greina en okkur fannst þessi líklegastur til að henta okkar liði. Við erum samt með þrjá aðra leikmenn sem koma jafnvel til reynslu í janúar."

„Þessi strákur virðist vera með gott bakland í fótboltanum sem okkur finnst jákvætt. Við þekkjum til pabba hans, sem þjálfaði til að mynda Bjarna og Jóhannes Karl Guðjónssyni, og höfum rætt við hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×