Enski boltinn

Eiturlyf og framhjáhald hjá Van der Meyde

Hollendingurinn Andy van der Meyde dregur hvergi undan í sögum um framhjáhald sitt og eiturlyfjanotkun í samtali við útvarpsstöð BBC. Viðtalið er gefið í tilefni af því að hann Van der Meyde er nýbúínn að gefa út ævisögu sína.

Hinn 33 ára gamli Van der Meyde hefur lagt skóna á hilluna. Hann lék um tíma með Everton en náði aldrei að standa undir væntingum þar. Ein ástæðan var basl á honum í einkalífinu.

"Ég sagði við eiginkonu mína að ég yrði að jafna mig á meiðslum í hóteli. Það var bara lygi. Ég var að halda fram hjá henni," sagði Van der Meyde en hann bjó þá með annarri konu í miðborg Liverpool.

"Eftir eina viku var ég alltaf að koma heim og ná mér í fleiri föt. Þá fór eiginkonuna að gruna ýmislegt. Hún reyndi að elta mig en ég stakk hana alltaf af.

"Næst lét hún einkaspæjara setja búnað í bílinn hjá mér svo hún gæti séð hvar ég var. Einkaspæjarinn tók svo myndir og myundbönd af okkur. Þá hringdi eiginkonan og spurði hvernig kærastan mín hefði það. Ég hélt áfram að þræta fyrir framhjáhaldið þrátt fyrir þessi sönnunargögn."

Van der Meyde var í miklum meiðslavandræðum, þjáðist af heimþrá og svo komu persónulega vandræðin. Þá hallaði hann sér að flöskunni.

"Það var mín leið til þess að þurfa ekki að hugsa um vandamálin. Ég tók það alla leið," sagði Van der Meyde en eiginkonan fór frá honum en hann varð eftir í Lverpool.

"Ég notaði aldrei eiturlyf er ég spilaði með Everton. Það var ekki fyrr en ég var án félags er ég byrjaði að nota eiturlyf. Ég bjó með vini mínum og reyndi að byrja aftur með konunni sem ég hélt við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×