Óttast þjóðernishreinsanir í Suður-Súdan Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2013 06:00 Tugir þúsunda hafa leitað skjóls við þrjár starfsstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan. Fréttablaðið/EPA Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Þó aðeins rúm tvö ár séu liðin frá því nýjasta þjóðríki heims var formlega stofnað virðist Suður-Súdan vera við það að sundrast. Hundruð hafa látið lífið í átökum ættbálka undanfarið og er óttast að þjóðernishreinsanir séu framundan. Ættbálkar í Suður-Súdan hafa barist á banaspjót áratugum saman, en þeir sameinuðust í baráttunni við ríkisstjórn Súdan þar til markmiðinu um sjálfstæði Suður-Súdan var náð árið 2011. „Það er mikil spenna í landinu og ástandið er brothætt. Ef ekki verður brugðist við gæti stefnt í þjóðernishreinsanir,“ segir Choul Laam, háttsettur talsmaður Þjóðfrelsishreyfingar Súdan, sem fer með völd í landinu. Átökin hófust í höfuðborginni Juba síðasta sunnudag. Þá reyndu hermenn í lífvarðarsveitum forsetans sem tilheyra Dinka-ættbálki forsetans að afvopna þá hermenn í lífvarðarsveitunum sem tilheyra Nuer-ættbálknum. Átökin hafa breiðst út síðan til annarra borga. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja að stjórnarhermenn hafi skotið óbreytta borgara sem tilheyra Nuer-ættbálknum til bana í höfuðborginni.Salva KiirSalva Kiir, forseti Suður-Súdan, kenndi Riek Machar, varaforseta landsins, sem tilheyrir Nuer-ættbálknum, um upphaf átakanna. Báðir tilheyra Þjóðfrelsishreyfingu Súdan, og hafa tekist á um stjórn hreyfingarinnar. Machar var rekinn úr embætti í sumar, og neitar því að hann hafi hvatt til uppreisnar gegn Kiir. Hann krefst þess að Kiir segi af sér. Stjórnvöld í Suður-Súdan sögðust á fimmtudag hafa stjórn á ástandinu í landinu. Seinna sama dag þurftu þau að viðurkenna að sveitir hliðhollar Machar stýri nú Bor, höfuðborg stærsta fylkis landsins.Riek MacharSameinuðu þjóðirnar (SÞ) segja að flóttamenn séu þegar byrjaðir að streyma til þriggja starfsstöðva SÞ í landinu. Á fjórða tug þúsunda hafa leitað skjóls, flestir í höfuðborginni. Vopnaður hópur manna úr Nuer-ættbálknum réðist á fimmtudag á stöð SÞ þar sem hópur fólks sem tilheyrir Dinka-ættbálknum hafði leitað skjóls. Talsmaður SÞ gat ekki staðfest hvort óbreyttir borgarar hafi látist, en staðfesti að þrír indverskir friðargæsluliðar hafi fallið. Stjórnvöld í Suður-Súdan segja að á sjötta hundrað hafi fallið í átökunum síðustu vikuna, en erfitt er að fá þær tölur staðfestar.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira