Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Breiðablik 4-1 | Eyjamenn með fullt hús Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 12. maí 2013 16:15 Mynd/Daníel Eyjamenn eru með fullt hús í Pepsi-deild karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í Vestmannaeyjum í kvöld. Hermann Hreiðarsson hefur því stýrt sínu liði til sigurs í fyrstu tveimur leikjum sínum sem þjálfari í Pepsi-deildinni. Bradley Simmonds skoraði tvö marka Eyjamanna og þeir Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson innsigluðu síðan sigurinn á lokakafalnum. Eyjamenn börðust gríðarlega fyrir sigrinum í þessum leik og þrátt fyrir að þeir höfðu vissulega heppnina með sér nokkrum sinnum þá var sigur þeirra uppskera mikillar vinnu og baráttu út um allan völl. Bradley Simmonds kom ÍBV 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik með flottu skoti frá vítateig eftir sendingu frá Gunnari Má Guðmundssyni. Þannig var staðan þar til að Simmonds skoraði aftur á 61. mínútu nú með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Tonny Mawejje en í milliítíðinni áttu Blikar meðal annars tvö skot í slá Eyjamarksins. Kristinn Jónsson varð síðan fyrstur til þess að skora hjá David James í sumar þegar hann skoraði með stórkostlegu skoti á 78. mínútu eftir að hafa fengið boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Átján mínútum áður hafði Sverrir Ingi Ingason fengið kjörið tækifæri en vítaspyrna hans small í stönginni. David James kom ekki við boltann en fór í rétt horn. Eyjamenn skoruðu síðan tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Tonny Mawejje skoraði þriðja markið þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir að hafa stolið boltanum af sofandi leikmönnum Blika en fjórða markið skoraði síðan varamaðurinn Ragnar Pétursson eftir óeigingjarna sendingu frá Matt Garner. Bradley Simmonds einn af Englendingunum í liði ÍBV átti mjög góðan leik í dag og er það algjörlega andstæðan við fyrsta leik hans fyrir félagið um síðustu helgi. Hann skoraði tvö mörk í leiknum en mörkin voru keimlík, bæði innanfótar og viðstöðulaus eftir sendingar frá kantinum. Eyjamenn áttu sigurinn skilinn en þeir spiluðu flottan fótbolta í dag, af sama skapi áttu leikmenn Blika ekki góðan leik. Árni Vilhjálmsson leikmaður fyrstu umferðarinnar átti mjög dapran leik skapaði sér engin færi. Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-0 eftir að Ian Jeffs braut á Renee Troost, Sverrir Ingi brenndi af vítinu en hann skaut boltanum í stöngina. Blikar sóttu mikið af marki Eyjamanna í leiknum og var það markstöngunum að þakka að þeir skoruðu ekki fyrr en á 78. mínútu þegar skot Kristins Jónssonar söng í netinu eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Blikar misstu tökin á leiknum eftir markið og fóru Eyjamenn að skapa sér fleiri færi. Hermann Hreiðarsson skipti Aaron Spear og Ragnari Péturssyni inn á völlinn þegar nokkrar mínútur voru eftir. Í uppbótartíma komu svo mörkin sem höfðu legið í loftinu seinustu mínúturnar en þá skoruðu Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson mörk með tveggja mínútna millibili og 4-1 sigur Eyjamanna því staðreynd. Ljóst er að ef Eyjamenn halda svona spilamennsku það sem eftir er af mótinu þá verða þeir í toppbaráttunni, Blikar eiga hinsvegar mikið inni en þeir fá Skagamenn í heimsókn í næstu umferð á meðan Eyjamenn mæta FH-ingum í Kaplakrika. Eiður Aron: Vorum mikið sterkari líkamlega„Ég er mjög sáttur og þetta var mjög gaman,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson í leikslok. Eiður stóð vörðinn mjög vel í vörn Eyjamanna sem unnu öruggan 4-1 á Blikum í dag. „Mér fannst við mikið sterkari líkamlega, við unnum alla skallabolta og vorum mikið sterkari,“ bætti Eiður svo við en hann og Brynjar Gauti áttu mjög góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Eyjamönnum í dag. Eiður sagði að það hafi komið stress á liðið þegar Kristinn Jónsson minnkaði muninn en sagði svo „við héldum það út og fengum góð tvö mörk í viðbót,“ en Ragnar Pétursson og Tonny Mawejje bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma. Ólafur Kristjáns: Eyjamenn áttu sigurinn skilinn„Ég er vonsvikinn að tapa leiknum, Eyjamenn áttu sigurinn skilinn þegar maður gerir leikinn upp. Þeir voru duglegri í að nýta sér færin sem þeir fengu,“ sagði Ólafur Kristjánsson eftir tap sinna manna gegn sterkum Eyjamönnum í dag. „Við vorum of fljótir að gefa langa bolta fram í staðinn fyrir að spila boltanum í svæðin og nota breiddina. Það vantaði þolinmæði þar. Þegar við komumst upp á Eyjamennina þá vantaði að teyma þá, við vorum of bráðir,“ sagði Ólafur en Breiðablik vann fyrsta leik sinn 4-1 gegn Þór á Kópavogsvellinum. „Þegar vítaspyrnan kemur þá er það kjörið tækifæri til þess að jafna en það fór ekki þannig og þeir gengu á lagið,“ sagði Ólafur að lokum en Sverrir Ingi brenndi af víti í stöðunni 1-0, þá brunuðu Eyjamenn í sókn og komust tveimur mörkum yfir. Hermann: Gefur hópnum sjálfstraut„Ég er vissulega ánægður með sigurinn, þetta eru 3 stig og sigur gegn sterku liði Breiðabliks,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna í dag, Hermann fagnaði vel og innilega á hliðarlínunni í þegar Tonny Mawejje kom Eyjamönnum í 3-1 undir lok leiksins. „Þetta eru tvö sterk lið ÍA og Blikar en þetta hefur vissulega verið erfið byrjun og gefur hópnum sjálfstraust,“ bætti hann við en Eyjaliðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni. „Þetta var spennuleikur og ef það munar einu marki þá er maður spenntur, það hefð verið glatað að tapa niður tveggja marka forskoti og það var mikilvægt að ná inn þriðja og fjórða markinu,“ sagði Hermann en hann var augljóslega mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Eyjamenn eru með fullt hús í Pepsi-deild karla eftir 4-1 sigur á Breiðabliki í Vestmannaeyjum í kvöld. Hermann Hreiðarsson hefur því stýrt sínu liði til sigurs í fyrstu tveimur leikjum sínum sem þjálfari í Pepsi-deildinni. Bradley Simmonds skoraði tvö marka Eyjamanna og þeir Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson innsigluðu síðan sigurinn á lokakafalnum. Eyjamenn börðust gríðarlega fyrir sigrinum í þessum leik og þrátt fyrir að þeir höfðu vissulega heppnina með sér nokkrum sinnum þá var sigur þeirra uppskera mikillar vinnu og baráttu út um allan völl. Bradley Simmonds kom ÍBV 1-0 eftir aðeins þriggja mínútna leik með flottu skoti frá vítateig eftir sendingu frá Gunnari Má Guðmundssyni. Þannig var staðan þar til að Simmonds skoraði aftur á 61. mínútu nú með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Tonny Mawejje en í milliítíðinni áttu Blikar meðal annars tvö skot í slá Eyjamarksins. Kristinn Jónsson varð síðan fyrstur til þess að skora hjá David James í sumar þegar hann skoraði með stórkostlegu skoti á 78. mínútu eftir að hafa fengið boltann fyrir utan teig eftir hornspyrnu. Átján mínútum áður hafði Sverrir Ingi Ingason fengið kjörið tækifæri en vítaspyrna hans small í stönginni. David James kom ekki við boltann en fór í rétt horn. Eyjamenn skoruðu síðan tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Tonny Mawejje skoraði þriðja markið þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teig eftir að hafa stolið boltanum af sofandi leikmönnum Blika en fjórða markið skoraði síðan varamaðurinn Ragnar Pétursson eftir óeigingjarna sendingu frá Matt Garner. Bradley Simmonds einn af Englendingunum í liði ÍBV átti mjög góðan leik í dag og er það algjörlega andstæðan við fyrsta leik hans fyrir félagið um síðustu helgi. Hann skoraði tvö mörk í leiknum en mörkin voru keimlík, bæði innanfótar og viðstöðulaus eftir sendingar frá kantinum. Eyjamenn áttu sigurinn skilinn en þeir spiluðu flottan fótbolta í dag, af sama skapi áttu leikmenn Blika ekki góðan leik. Árni Vilhjálmsson leikmaður fyrstu umferðarinnar átti mjög dapran leik skapaði sér engin færi. Breiðablik fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-0 eftir að Ian Jeffs braut á Renee Troost, Sverrir Ingi brenndi af vítinu en hann skaut boltanum í stöngina. Blikar sóttu mikið af marki Eyjamanna í leiknum og var það markstöngunum að þakka að þeir skoruðu ekki fyrr en á 78. mínútu þegar skot Kristins Jónssonar söng í netinu eftir hornspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni. Blikar misstu tökin á leiknum eftir markið og fóru Eyjamenn að skapa sér fleiri færi. Hermann Hreiðarsson skipti Aaron Spear og Ragnari Péturssyni inn á völlinn þegar nokkrar mínútur voru eftir. Í uppbótartíma komu svo mörkin sem höfðu legið í loftinu seinustu mínúturnar en þá skoruðu Tonny Mawejje og Ragnar Pétursson mörk með tveggja mínútna millibili og 4-1 sigur Eyjamanna því staðreynd. Ljóst er að ef Eyjamenn halda svona spilamennsku það sem eftir er af mótinu þá verða þeir í toppbaráttunni, Blikar eiga hinsvegar mikið inni en þeir fá Skagamenn í heimsókn í næstu umferð á meðan Eyjamenn mæta FH-ingum í Kaplakrika. Eiður Aron: Vorum mikið sterkari líkamlega„Ég er mjög sáttur og þetta var mjög gaman,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson í leikslok. Eiður stóð vörðinn mjög vel í vörn Eyjamanna sem unnu öruggan 4-1 á Blikum í dag. „Mér fannst við mikið sterkari líkamlega, við unnum alla skallabolta og vorum mikið sterkari,“ bætti Eiður svo við en hann og Brynjar Gauti áttu mjög góðan leik í hjarta varnarinnar hjá Eyjamönnum í dag. Eiður sagði að það hafi komið stress á liðið þegar Kristinn Jónsson minnkaði muninn en sagði svo „við héldum það út og fengum góð tvö mörk í viðbót,“ en Ragnar Pétursson og Tonny Mawejje bættu við tveimur mörkum í uppbótartíma. Ólafur Kristjáns: Eyjamenn áttu sigurinn skilinn„Ég er vonsvikinn að tapa leiknum, Eyjamenn áttu sigurinn skilinn þegar maður gerir leikinn upp. Þeir voru duglegri í að nýta sér færin sem þeir fengu,“ sagði Ólafur Kristjánsson eftir tap sinna manna gegn sterkum Eyjamönnum í dag. „Við vorum of fljótir að gefa langa bolta fram í staðinn fyrir að spila boltanum í svæðin og nota breiddina. Það vantaði þolinmæði þar. Þegar við komumst upp á Eyjamennina þá vantaði að teyma þá, við vorum of bráðir,“ sagði Ólafur en Breiðablik vann fyrsta leik sinn 4-1 gegn Þór á Kópavogsvellinum. „Þegar vítaspyrnan kemur þá er það kjörið tækifæri til þess að jafna en það fór ekki þannig og þeir gengu á lagið,“ sagði Ólafur að lokum en Sverrir Ingi brenndi af víti í stöðunni 1-0, þá brunuðu Eyjamenn í sókn og komust tveimur mörkum yfir. Hermann: Gefur hópnum sjálfstraut„Ég er vissulega ánægður með sigurinn, þetta eru 3 stig og sigur gegn sterku liði Breiðabliks,“ sagði Hermann Hreiðarsson eftir leik sinna manna í dag, Hermann fagnaði vel og innilega á hliðarlínunni í þegar Tonny Mawejje kom Eyjamönnum í 3-1 undir lok leiksins. „Þetta eru tvö sterk lið ÍA og Blikar en þetta hefur vissulega verið erfið byrjun og gefur hópnum sjálfstraust,“ bætti hann við en Eyjaliðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni. „Þetta var spennuleikur og ef það munar einu marki þá er maður spenntur, það hefð verið glatað að tapa niður tveggja marka forskoti og það var mikilvægt að ná inn þriðja og fjórða markinu,“ sagði Hermann en hann var augljóslega mjög ánægður með 4-1 sigur sinna manna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn