Erlent

Stór jarðskjálfti skók Los Angeles

Mikill ótti greip um sig meðal íbúa í Los Angeles þegar stór jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók borgina í gærkvöldi. Hinsvegar er ekki vitað til að neinn hafi slasast í þessum skjálfta og eignartjón var óverulegt.

Hátt á annað hundrað eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Í bandarískum fjölmiðlum kemur fram að jarðfræðingar telji að þessi skjálfti geti verið fyrirboði enn stærri jarðskjálfta á þessum slóðum en upptök hans voru í um 20 kílómetra fjarlægð austur af Anza dalnum. Sjálftinn fannst víða m.a. í San Diego.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×