Erlent

Kjörfundur hefst í Páfagarði

MYND/AP
Kjörfundur hefst í Páfagarði í dag. Þar munu hundrað og fimmtán kardínálar, frá fjörutíu og átta löndum, koma saman í Sixtínsku kapellunni og hefja páfakjör með formlegum hætti.

Ljóst er að val á eftirmanni Benedikt páfa sextánda, sem sagði af sér á dögunum, mun taka lengri tíma en gert var ráð fyrir.

Grunur leikur á að næsti páfi verði ekki Evrópumaður eins og hefð hefur verið fyrir, enda býr aðeins fjórðungur kaþólskra tilbiðjenda í álfunni.

Kardínálarnir munu greiða atkvæða fjórum sinnum á dag eða þangað til að einhver fær sjötíu og sjö atkvæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×