Erlent

Heimurinn fylgist með reykháfnum

Mynd/AP
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá reykháfi Sixtínsku kapellunnar í Vatíkaninu, en þar hafa hundrað og fimmtán kardínálar komið saman til þess að velja eftirmanns Benedikts XVI á páfastól.

Kardínálarnir munu greiða atkvæði fjórum sinnum á dag þar til einhver fær sjötíu og sjö atkvæði, og svartur reykur mun berast úr skorsteini kapellunnar eftir hverja kosningu þar til nýr páfi hefur verið valinn. Þá verður reykurinn hvítur.

Allur gangur er á því hversu langan tíma kardínálarnir taka sér, og hafa þeir verið allt að þrjú ár að velja páfann.

Reykháfurinn í beinni útsendingu BBC News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×