Enski boltinn

Michu framlengdi við Swansea til 2016

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michu.
Michu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Spánverjinn Michu er ánægður hjá Swansea City og hefur sýnt það með því að skrifa undir nýjan samning við velska liðið sem gildir til 2016 en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Michu hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Michu hefur skorað 16 mörk í 28 leikjum með Swansea City á þessu tímabili en hann framlengdi samning sinn um eitt ár. Hann kom til Swansea í sumar frá Rayo Vallecano sem maður til að fylla í skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu.

„Þetta var auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég er að upplifa draum hér hjá Swansea. Ég hef líklega aldrei hafi jafngaman af fótboltanum og á þessu tímabili," er haft eftir Michu á heimasíðu Swansea City.

„Það er auðvelt að spila með þessu liði og í kvöld á ég möguleika að komast í minn fyrsta úrslitaleik á ferlinum," sagði Michu en Swansea tekur þá á móti Chelsea í seinni leik liðanna í undanúrslitum enska deildarbikarsins.

Michu skoraði fyrra mark Swansea í 2-0 sigri í fyrri leiknum á Stamford Bridge en leikurinn á Liberty Stadium hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×