Erlent

WHO: Evrópubúar drekka og reykja mest allra jarðarbúa

Evrópubúar drekka og reykja mest af öllum íbúum heimsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO).

Að meðaltali reykja 27% Evrópubúa sem orðnir eru 15 ára og eldri. Þeir drekka að meðaltali 10,6 lítra af vínanda á ári sem er töluvert meira magn en gengur og gerist í öðrum heimshlutum. Drykkjan er mest í Tékklandi, Moldóvíu, Lúxemborg og Eistlandi.

Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að reykingar séu hlutfallslega einna minnstar á Íslandi, í Svíþjóð og í Bosníu. Hinsvegar reykir yfir helmingur karla í Armeníu, Tyrklandi, Úkraníu og Hvítarússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×