Erlent

Um hundrað þúsund hlýddu á fyrstu sunnudagsmessu Frans páfa

Um hundrað þúsund manns hlýddu á fyrstu sunnudagsmessu Frans Páfa á Péturstorgi í Vatíkaninu í dag. Páfinn þótti allt í senn lítillátur og alþýðlegur í tali.

Áður en páfinn messaði yfir fjölmenninu á Péturstorgi stóð hann fyrir messu í lítilli kirkju í Páfagarði. Eftir messuna stóð hann við útidyrahurðina og kvaddi alla með handabandi og bað þá um að biðja fyrir sér. Þetta þykir meðal annars til marks um lítillæti hins nýkjörna páfa sem er frá Argentínu.

Páfinn fjallaði um mikilvægi fyrirgefningarinnar í messu sinni á Péturstorgi. Þá gagnrýndi hann að trúarbrögðum væri beitt til þess að kúga aðra.

Samkvæmt sérfræðingum sem breska ríkisútvarpið ræddi við, þykir Frans verulega ólíkur forvera sínum, Benedikt sextánda. Helst þá vegna áherslna Frans á hina fátæku, en á dögunum vakti hann athygli þegar hann sagðist vilja koma á fót sérstakri kirkju fyrir fátæka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×