Enski boltinn

John Mikel Obi annar þeirra sem kvartaði undan Clattenburg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Clattenburg og John Mikel Obi.
Mark Clattenburg og John Mikel Obi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun vegna dónaskaps dómarans Mark Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United í Stamford Bridge í gær. Samkvæmt heimildum BBC þá er John Mikel Obi annar leikmannanna sem kvörtuðu undan orðalagi Clattenburg í þessum afdrifaríka leik.

Clattenburg á að hafa notað óviðeigandi orð við tvo leikmenn Chelsea og það var strax farið að nefna kynþáttaformdóma hjá dómaranum sem rak tvo Chelsea-menn í sturtu í þessum leik.

Þetta eru mjög þungar ásakanir á hendur Mark Clattenburg og það er öruggt að dómarinn getur kysst dómaraferil sinn bless dæmi aganefnd enska sambandsins hann sekan.

Kynþáttafordómar hafa verið mikið til umfjöllunar í enska boltanum að undanförnu en enginn bjóst þó við því að dómari myndi dragast inn í mál að þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×