Enski boltinn

Hvers vegna kyssir Luis Suarez á sér úlnliðinn þegar hann skorar?

Luis Suarez skoraði sitt sjöunda mark í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þegar Liverpool gerði 1-1 jafntefli gegn Newcastle. Suarez fagnar mörkum sínum ávallt með sama hætti og þar kyssir hann m.a. úlnliðinn á hægri hönd. Og það er sérstök ástæða fyrir því.

Þegar Suarez fagnar marki byrjar hann á því að búa til „byssur" með vísifingrum beggja handa, þar á eftir kyssir hann giftingahringinn og kossinn á hægri úlnliðinn er lokaatriðið í þessu „fagni". Suarez er með nafn dóttur sinnar húðflúrað á þessum stað, en hún heitir Delfina og er tveggja ára gömul.

Hægt að nota alla stafina í nafni dótturinnar til þess að skrifa nafnið á heimavelli Liverpool, Anfield. Það fylgir ekki sögunni hvort það sé gert með ásettu ráði.

Suarez, sem er 25 ára gamall, er giftur Sofia Balbi, en þau hafa verið par frá því þau voru unglingar í Úrúgvæ. Hann hefur skorað rétt rúmlega helming allra marka Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Liverpool hefur skorað samtals 13 mörk og þar af er landsliðsframherjinn frá Úrúgvæ með 7 mörk og hann hefur einnig gefið 3 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×