Tími ungu strákanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2012 06:45 einn eftir Babacarr Sarr, Jón Daði Böðvarsson og Tómas Leifsson hafa yfirgefið Selfoss. Viðar Örn (annar frá hægri) er líklega á förum.Fréttablaðið/Vilhelm Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum. „Þetta eru miklar breytingar á mannskapnum á milli ára og kannski meiri en ég átti von á," segir Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins. Gunnar, sem tók við liðinu í október, kveinkar sér þó ekki. „Mér líst bara að mörgu leyti ágætlega á þetta. Auðvitað er stór hluti af liðinu farinn. Það mátti svo sem reikna með því eftir að liðið fór niður," segir Gunnar, sem átti þó ekki von á öðru en að Jón Daði og Babacarr Sarr héldu á vit nýrra ævintýra. „Ég fagna því þegar menn í þessari stöðu taka næsta skref. Það var hagur allra enda hafði félagið eitthvað upp úr því," segir Gunnar, sem náð hefur frábærum árangri með landslið karla U17 ára undanfarin ár. Hann þekkir því vel að vinna með ungum leikmönnum. „Það eru ungir strákar fyrir austan sem voru bæði hjá mér í landsliðinu og úrtakshópum svo ég þekki vel til þeirra. Þeir eru framtíðarleikmenn, engin spurning. Það er mikilvægt að fá þá inn," segir Gunnar, sem hefur tröllatrú á Selfyssingunum ungu. „Á móti kemur að við setjum ekki alla ábyrgðina á þá þannig að við verðum að styrkja okkur og búa til gott og heilsteypt lið. Ungur strákarnir fá vissulega stærra hlutverk en þeir hafa haft hingað til." Ljóst er að Einar Ottó Antonsson og markvörðurinn Jóhann Sigurðsson verða með Selfyssingum eftir ársfrí auk þess sem samið hefur verið við hollenska varnarmanninn Bernard Brons. Stefán Ragnar Guðlaugsson er samningslaus og stefnir á atvinnumennsku en leikur annars með liði í efstu deild. Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson á ár eftir af samningi sínum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Selfyssingar í tvígang hafnað tilboðum Skagamanna í Viðar Örn. „Hann á eitt ár eftir af samningi og því ljóst að lið sem vill fá hann þarf að greiða fyrir hann. Ég geri mér vonir um að hann verði áfram en, ef ekki, fáist góður peningur fyrir hann."Þrettán farnir frá Selfossi Jón Daði Böðvarsson, Viking Babacarr Sarr, Start Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Tómas Leifsson, án liðs Dofri Snorrason, var í láni frá KR Egill Jónssonvar, í láni frá KR Hafþór Þrastarson, var í láni frá FH Ismet Duracak, erlendis Robert Sandnes, erlendis Ivar Skjerve, erlendis Endre Ove Brenne, erlendis Jon André Röyrane, erlendis Marko Hermo, erlendis Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi karlaliðs Selfoss sem féll úr efstu deild karla í sumar. Lykilmennirir Jón Daði Böðvarsson og Babacarr Sarr voru seldir til Noregs en auk þeirra hafa ellefu leikmenn kvarnast úr hópnum. „Þetta eru miklar breytingar á mannskapnum á milli ára og kannski meiri en ég átti von á," segir Gunnar Guðmundsson, þjálfari liðsins. Gunnar, sem tók við liðinu í október, kveinkar sér þó ekki. „Mér líst bara að mörgu leyti ágætlega á þetta. Auðvitað er stór hluti af liðinu farinn. Það mátti svo sem reikna með því eftir að liðið fór niður," segir Gunnar, sem átti þó ekki von á öðru en að Jón Daði og Babacarr Sarr héldu á vit nýrra ævintýra. „Ég fagna því þegar menn í þessari stöðu taka næsta skref. Það var hagur allra enda hafði félagið eitthvað upp úr því," segir Gunnar, sem náð hefur frábærum árangri með landslið karla U17 ára undanfarin ár. Hann þekkir því vel að vinna með ungum leikmönnum. „Það eru ungir strákar fyrir austan sem voru bæði hjá mér í landsliðinu og úrtakshópum svo ég þekki vel til þeirra. Þeir eru framtíðarleikmenn, engin spurning. Það er mikilvægt að fá þá inn," segir Gunnar, sem hefur tröllatrú á Selfyssingunum ungu. „Á móti kemur að við setjum ekki alla ábyrgðina á þá þannig að við verðum að styrkja okkur og búa til gott og heilsteypt lið. Ungur strákarnir fá vissulega stærra hlutverk en þeir hafa haft hingað til." Ljóst er að Einar Ottó Antonsson og markvörðurinn Jóhann Sigurðsson verða með Selfyssingum eftir ársfrí auk þess sem samið hefur verið við hollenska varnarmanninn Bernard Brons. Stefán Ragnar Guðlaugsson er samningslaus og stefnir á atvinnumennsku en leikur annars með liði í efstu deild. Sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson á ár eftir af samningi sínum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Selfyssingar í tvígang hafnað tilboðum Skagamanna í Viðar Örn. „Hann á eitt ár eftir af samningi og því ljóst að lið sem vill fá hann þarf að greiða fyrir hann. Ég geri mér vonir um að hann verði áfram en, ef ekki, fáist góður peningur fyrir hann."Þrettán farnir frá Selfossi Jón Daði Böðvarsson, Viking Babacarr Sarr, Start Ólafur Karl Finsen, Stjarnan Tómas Leifsson, án liðs Dofri Snorrason, var í láni frá KR Egill Jónssonvar, í láni frá KR Hafþór Þrastarson, var í láni frá FH Ismet Duracak, erlendis Robert Sandnes, erlendis Ivar Skjerve, erlendis Endre Ove Brenne, erlendis Jon André Röyrane, erlendis Marko Hermo, erlendis
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira