Erlent

Abe kominn með meirihluta

Shinzo Abe fær annað tækifæri til að stjórna í Japan.	Fréttablaðið/AP
Shinzo Abe fær annað tækifæri til að stjórna í Japan. Fréttablaðið/AP
Shinzo Abe fær annað tækifæri til að stjórna Japan eftir að flokkur hans, Lýðræðislegi demókrataflokkurinn, hlaut þingmeirihluta í kosningum sem haldnar voru um helgina. Abe var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2007 en síðan þá hafa sex forsætisráðherrar setið í Japan. Abe heitir því að standa harður gegn Kínverjum í deilum ríkjanna um yfirráð yfir smáeyjum í hafinu á milli þeirra.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×