Erlent

Fólk lifir almennt lengur en er veikara

Dregið hefur úr barnadauða um allan heim.	nordicphotos/AFP
Dregið hefur úr barnadauða um allan heim. nordicphotos/AFP
Í flestum löndum heims hefur dregið mjög úr barnadauða og fólk lifir almennt lengur nú en fyrir 20 árum. Hins vegar glímir fólk frekar við sjúkdóma og fatlanir.

Þetta eru niðurstöðurnar úr umfangsmestu rannsókn á lífslíkum, sjúkdómum og dánarorsökum jarðarbúa sem gerð hefur verið.

Síðast var gerð umfangsmikil rannsókn á þessu efni árið 1990 og þá var helsta heilsufarsvandamál mannkyns dauðsföll barna innan við fimm ára aldur. Meira en tíu milljónir barna létust þá árlega, en nú er sá fjöldi kominn niður í sjö milljónir, og er talið að það megi einkum þakka bólusetningum við sjúkdómum á borð við mænusótt og mislinga.

Árið 1990 var vannæring helsta orsök veikinda og dauða barna, en nú hrjáir ofát þau frekar – nema í Afríku. Þegar meðalaldur hækkar fjölgar jafnframt fólki sem glímir við sjón- eða heyrnarskerðingu og andlega erfiðleika á borð við þunglyndi.

Hjartasjúkdómar og heilablóðfall eru enn algengustu dánarorsakir jarðarbúa, en lungnakrabbi er orðinn algengari og telst nú fimmta algengasta dánarorsökin. Orsakir flestra sjúkdóma meðal fullorðinna má hins vegar rekja til of hás blóðþrýstings, en næst á eftir koma reykingar og áfengisneysla. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×