Erlent

Ellefu ár fyrir aðild að morði

Dmitrí Pavljútsjenkov Útvegaði skotvopnið.
Dmitrí Pavljútsjenkov Útvegaði skotvopnið. NORDICPHOTOS/AFP
Fyrrverandi lögreglumaður, Dmitrí Pavljútsjenkov, hlaut ellefu ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að morðinu á blaðakonunni Önnu Politkovsköju.

Sannað þykir að hann hafi útvegað morðingjanum skotvopnásamt því að hafa tekið þátt í að fylgjast með ferðum blaðakonunnar.

Politkovskaja var myrt í stigagangi heima hjá sér 7. október 2006. Hún hafði skrifað gagnrýnar greinar og bækur um stjórn Vladimírs Pútíns forseta.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×