Erlent

NATO telur fall Assads í nánd

Sýrlendingar sigla yfir landamærafljót til Tyrklands.
Sýrlendingar sigla yfir landamærafljót til Tyrklands. NORDICPHOTOS/AFP
„Því miður er ekki hægt að útiloka sigur stjórnarandstöðunnar,“ sagði Mikhaíl Bogdanov, einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Rússlands, á fundi með rússneskri ráðgjafarnefnd um ástandið í Sýrlandi í gær.

Hann sagði nauðsynlegt að líta á staðreyndirnar: „Það er tilhneiging til þess að stjórnin tapi yfirráðum yfir æ stærra svæði.“ Rússar hafa verið helstu stuðningsmenn stjórnar Bashar al Assands Sýrlandsforseta á alþjóðavettvangi.

Atlantshafbandalagið (NATO) spáir einnig falli Assads forseta. Anders Fogh Rasmussen segir að nú sé fall hans ekki annað en tímaspursmál. Bandaríkin og NATO hafa sakað sýrlenska herinn um að nota Scud-flugskeyti gegn uppreisnarmönnum, en Sýrlandsher segir ekkert hæft í því. Þá hafa Sýrlendingar verið sakaðir um að varpa eldsprengjum á uppreisnarmenn, og Bandaríkjamenn hafa sagt hættu á því að Sýrlandsher grípi til efnavopna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×