Erlent

Kætti veik börn á spítala

Að venju vakti hann mikla athygli á sjúkrahúsinu.
Að venju vakti hann mikla athygli á sjúkrahúsinu. nordicphotos/AFP
El Salvador Íslendingurinn Einar Sveinsson heldur áfram að gleðja börnin í El Salvador með því að klæðast jólasveinabúningi og gefa þeim gjafir í aðdraganda jólanna.

Síðan 2001 hefur hann heimsótt sjúkrahús í höfuðborginni San Salvador í jólasveinabúningnum, spjallað þar og spaugað við börnin og jafnan vakið mikla kátínu.

Einar býr í El Salvador, og skartar þar dagsdaglega miklu skeggi sem kemur sér einstaklega vel í jólatíðinni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×