Erlent

Íbúar reyna að kaupa Kristjaníu

Íbúar Í Kristjaníu eru að safna fyrir kaupunum á hverfinu, meðal annars með hlutabréfaútboði.
Íbúar Í Kristjaníu eru að safna fyrir kaupunum á hverfinu, meðal annars með hlutabréfaútboði.
Íbúar fríríkisins Kristjaníu leggja nú sitt af mörkum til að kaupa hverfið af danska ríkinu. Kaupin eru fjármögnuð með hlutabréfaútboði og hafa þegar selst bréf fyrir tíu milljónir króna að því er segir í Berlingske.

Betur má þó ef duga skal því að verðið var 76 milljónir samkvæmt samkomulagi við ríkið. Félagið um Kristjaníu fékk lán til kaupanna, með ríkisábyrgð, en afborgunum skal verða lokið árið 2018.

Fríríkið var stofnað í gömlum herbúðum á áttunda áratugnum en þar hefur ríkt frjálslegra viðhorf til lífsins en víðast hvar. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×