Erlent

Svíar berjast fyrir munntóbaki

Svíar ætla ekki að sleppa tökunum á munntóbakinu sínu.
Svíar ætla ekki að sleppa tökunum á munntóbakinu sínu.
Viðskiptaráðherra Svíþjóðar segir að farið verði í allsherjarstríð við ESB ætli sambandið sér að úthýsa munntóbaki með nýrri heilbrigðistilskipun.

Ewa Björling hitti Tonio Borg, yfirmann heilbrigðis- og neytendamála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, fyrir skemmstu þar sem þessi mál voru rædd. Stjórnvöld í Svíþjóð leggja áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið í tóbaksmálum enn. Svíar fengu undanþágu vegna munntóbaksins þegar þeir gengu í sambandið. Aftonbladet sagðist í síðustu viku hafa undir höndum skjöl sem sýndu að framkvæmdastjórnin vildi breyta tilskipun þannig að allar tóbaksvörur þurfi að innihalda minnst 85 prósent tóbak. Munntóbakið inniheldur 50 prósent tóbak. Þá vill framkvæmdastjórnin banna að bragði eða lykt sé bætt við tóbakið.

Að sögn Björling neitaði Borg þó að framkvæmdastjórnin vildi að meira tóbak yrði í tóbaksvörum.

„Ég get ekki gefið upp hernaðaráætlunina strax. Við þurfum að fá Evrópuþingmenn til að berjast fyrir munntóbaki og beita okkur fyrir þessu á öllum vígstöðvum,“ sagði Björling við TT fréttastofuna.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×