Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé 26. október 2012 00:30 Börn í Aleppo Ekkert virðist ætla að verða úr fjögurra daga vopnahléi. nordicphotos/AFP nordicphotos/afp Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Sjá meira
Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb
Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Sjá meira