Átökum að linna í Beirút 24. október 2012 00:00 Gráir fyrir járnum Stjórnarherinn hefur verið áberandi á götum Beirút síðustu daga.nordicphotos/AFP Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira