Átökum að linna í Beirút 24. október 2012 00:00 Gráir fyrir járnum Stjórnarherinn hefur verið áberandi á götum Beirút síðustu daga.nordicphotos/AFP Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Sjá meira
Ró færðist yfir Líbanon í gær eftir nokkurra daga átök stjórnarhersins við mótmælendur, sem saka stjórnina um þjónkun við stjórn Bashars al Assad í Sýrlandi. Átökin brutust út eftir að yfirmaður í leyniþjónustu Líbanons, Wissam al Hassan herforingi, var myrtur á föstudag. Hinn myrti hafði verið harður andstæðingur áhrifa Sýrlandsstjórnar í Líbanon. Grunur leikur á að Sýrlandsstjórn hafi staðið á bak við morðið. Lögreglan í Líbanon segir að ýtarleg rannsókn hafi verið gerð á morðinu, en fátt hefur komið út úr henni um sökudólgana. Hezbollah-samtökin, sem hafa notið stuðnings frá Sýrlandsstjórn, eru andvíg hugmyndum um að láta hlutlausa erlenda aðila rannsaka málið. Mikil spenna er áfram í Líbanon vegna átakanna í Sýrlandi, enda er Líbanon viðkvæmast allra nágrannaríkja Sýrlands fyrir því að átökin þar flæði út fyrir landamærin. Harðvítug borgarastyrjöld geisaði í Líbanon á árunum 1975 til 1990, þar sem kristnir íbúar börðust við múslíma, og súnní-múslímar börðust við sjía-múslíma. Sýrlendingar blönduðu sér fljótt inn í átökin og hertóku Líbanon árið 1976, en hernámi Sýrlands lauk ekki fyrr en 2005, eða fimmtán árum eftir að borgarastyrjöldinni lauk. Borgarastyrjöldin kostaði um 120 þúsund manns lífið og um milljón manns flúði land. Líbanon hefur að mestu staðið utan við uppreisnarbylgjuna í arabaríkjum undanfarin misseri, líklega vegna þess að stjórnin í Líbanon stendur það veikum fótum fyrir. Stjórnin lýsti auk þess yfir stuðningi við uppreisnarmenn í öðrum löndum, en staða hennar versnaði hins vegar mjög heima fyrir eftir að hún tók afstöðu gegn uppreisnarmönnum í Sýrlandi. Íran hefur lengi verið sterkasti bandamaður stjórnar Líbanons, en stuðningur Sýrlands hefur einnig verið mikilvægur, enda þarf að fara í gegnum Sýrland til að flytja vopn og annan búnað frá Íran til Líbanons. Átökin í Sýrlandi hafa nú kostað meira en 30 þúsund manns lífið. Þau hófust snemma á síðasta ári með friðsamlegum mótmælum gegn stjórn Bashars al Assad forseta. Stjórnin tók af hörku á mótmælunum og smám saman snerust þau upp í borgarastyrjöld, sem orðið hefur æ harðvítugri með hverjum mánuðinum sem líður. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Fleiri fréttir „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Sjá meira