Erlent

Hundruð manna án heimilis

Meðan flóðið hækkar Þeir settust bara niður og fengu sér bjór fyrir utan knæpu í York.nordicphotos/AFP
Meðan flóðið hækkar Þeir settust bara niður og fengu sér bjór fyrir utan knæpu í York.nordicphotos/AFP
Í Bretlandi hefur ekki rignt jafn mikið í september í þrjátíu ár. Í norðurhluta Englands hafa hundruð manna þurft að forða sér að heiman, eða að minnsta kosti að koma sér fyrir á efri hæðum húsa, meðan mestu flóðin ganga yfir.

Spáð er úrhellisrigningu áfram og fólk beðið um að hafa varann á.

Tryggingafélög eru strax byrjuð að meta tjónið, og almannavarnir hafa nóg að gera við að aðstoða fólk sem komist hefur í hann krappan.

Ástandið er verst í norðanverðu landinu, en úrkoman er að færast suður eftir og vekur íbúum þar ugg.

Sums staðar hafði flóðavatnið náð eins metra hæð, með skelfilegum afleiðingum fyrir íbúa í kjöllurum og á fyrstu hæð húsa.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×