Erlent

Hvetur landsmenn til að flýja

Á sjúkrahúsi í Aleppo Særður drengur ásamt uppreisnarmanni.nordicphotos/AFP
Á sjúkrahúsi í Aleppo Særður drengur ásamt uppreisnarmanni.nordicphotos/AFP
„Við eigum í stríði sem nær til heimshlutans og heimsins alls, þannig að við þurfum tíma til að ná sigri," sagði Bashar al-Assad Sýrlandsforseti í útvarpsviðtali í gær.

Þetta er í fyrsta sinn sem hann viðurkennir að her sinn eigi í erfiðu stríði. Hann sagði þó utanaðkomandi öfl eiga mesta sök á því hve stjórnarhernum gengur erfiðlega að sigrast á uppreisnarmönnum, sem hann hefur jafnan kallað hryðjuverkamenn.

Hann gerði lítið úr brotthlaupi bæði háttsettra ráðamanna og óbreyttra hermanna, sem margir hafa gengið til liðs við uppreisnarherinn: „Brotthlaup er sjálfhreinsibúnaður þjóðarinnar," sagði Assad. „Ef sýrlenskur borgari veit um einhvern sem vill flýja en hikar við það þá ætti hann að hvetja hann til þess."

Átök hersins við uppreisnarmenn hafa kostað meira en 20 þúsund manns lífið frá því fyrstu mótmælin gegn stjórn Assads hófust snemma á síðasta ári. Átök voru í gær í borgunum Aleppo, Homs og Hama og einnig í úthverfum höfuðborgarinnar Damaskus.- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×