Erlent

Eldri borgarar drykkfelldari en áður

Léttvín Léttvínsdrykkja Norðmanna hefur aukist verulega.
Léttvín Léttvínsdrykkja Norðmanna hefur aukist verulega.
Norskar konur og karlar eldri en 60 ára drekka nær tvöfalt meira en fyrir tíu árum. Þetta kemur fram í skýrslu vísindamanna við Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs sem norska ríkisútvarpið vitnar í. Skýrslan byggir á niðurstöðum heilbrigðiskönnunar í Norður-Þrændalögum.

Morten Støver, einn vísindamannanna við háskólann, segir þessa miklu aukningu vekja undrun. Áður hafi komið í ljós að áfengisdrykkja hafi almennt aukist. Þessi könnun hafi hins vegar leitt í ljós að mesta aukningin hafi hlutfallslega verið hjá þeim sem eru eldri en 60 ára.

Samkvæmt könnuninni drekka Norðmenn mest af léttvíni. Á fréttavef Aftenposten er greint frá því að léttvínsdrykkja hafi aukist verulega frá 1997 til 2008.

Að sögn Støver kann aukið aðgengi að léttvíni, lítil verðhækkun og aukinn kaupmáttur að eiga þátt í aukinni drykkju. Hann telur einnig að fólk kunni að fylla tómarúmið að loknum starfsferli með víndrykkju.

Vísindamaðurinn hefur áhyggjur af þessari þróun og telur að eldri borgurum með áfengisvanda eigi eftir að fjölga þegar næsta kynslóð verður eldri.- ibs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×