Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi 12. júní 2012 00:30 sprengjuregn í homs Þessi mynd er skjáskot úr myndbandi sem var birt á netinu í gær og sýnir mikinn fjölda sprenginga í borginni Homs. fréttablaðið/ap Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira