Líkur aukast á brotthvarfi - fréttaskýring 16. maí 2012 15:00 Árangurslausar viðræður Fotos Kouvelis, leiðtogi Lýðræðislega vinstriflokksins, Evangelos Venizelos, leiðtogi sósíalistaflokksins PASOK, Antonis Samaras, leiðtogi íhaldsflokksins Nýtt lýðræði, Karolos Papoulias forseti, Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, og Panos Kammenos, leiðtogi Sjálfstæðra Grikkja, á síðasta fundi stjórnarmyndunarviðræðna í forsetahöllinni í Aþenu í gær.nordicphotos/AFP Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Eru Grikkir á útleið úr evrusvæðinu? Undanfarna daga og vikur hafa bæði evrópskir stjórnmálaleiðtogar og evrópskir bankar verið að kortlegga afleiðingar þess, að Grikkland segði skilið við evruna, og hvaða skref þyrfti að taka bæði í aðdraganda og eftirleik útgöngu Grikkja. Flokkarnir sjö, sem kosnir voru á gríska þjóðþingið fyrir tíu dögum, hafa ekki getað komið sér saman um myndun meirihlutastjórnar vegna ágreinings um niðurskurðinn, sem fyrri stjórn samþykkti að leggja á íbúa landsins gegn því að fá fjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Geti grísk stjórnvöld ekki afgreitt áætlun um frekari niðurskurð fyrir júnílok fær gríska ríkið ekki næstu útborgun frá Evrópusambandinu, sem þýðir að gríska ríkið getur þá ekki greitt næstu stóru afborganirnar af skuldum ríkisins. Afleiðingarnar gætu orðið þær að Grikkir yrðu að taka upp drökmu á ný, kasta evrunni og jafnvel segja sig úr Evrópusambandinu. Skiptar skoðanir voru reyndar á ráðherrafundi evruríkjanna í Brussel á mánudag um hugsanlegt brotthvarf Grikkja. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar, vísaði á bug öllum vangaveltum um að Grikkir þurfi að kasta evrunni. „Ég sé það ekki fyrir mér í eina sekúndu að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Þetta er tóm della, þetta er áróður," sagði Juncker, sem er í formennsku fyrir evruríkjahópnum. Olli Rehn, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagðist hins vegar ekki sjá að Grikkir geti haldið áfram að vera með í félagsskap, ef þeir vilja ekki standa við þær samþykktir sem þeir sjálfir áttu þó aðild að. Lykilmaðurinn í stjórnarmyndunarviðræðunum í Grikklandi hefur í reynd verið Alexis Tsipras, leiðtogi SYRIZA, sem er bandalag nokkurra vinstriflokka og varð næststærsta aflið á þingi eftir kosningarnar 6. maí síðastliðinn. Flokkurinn var kosinn út á harða andstöðu gegn aðhaldsaðgerðunum, sparnaði og niðurskurði ríkisins sem bitnað hefur harkalega á grískum almenningi. Á hinn bóginn vill Tsipras, rétt eins og 80 prósent Grikkja, alls ekki segja skilið við evruna, enda litlar líkur á því að grískur almenningur kæmi vel út úr þeim efnahagshamförum, sem fylgdu gjaldmiðlaskiptum. Væntanlega yrði þá allsherjar bankahrun á Grikklandi, verðbólga færi upp úr öllu valdi og atvinnuleysi sömuleiðis. Búast má við enn harðari óeirðum og pólitískri pattstöðu sem öfgaöfl gætu hugsanlega notfært sér. „Afleiðingarnar fyrir Grikkland yrðu alvarlegri en fyrir hin evruríkin," var haft eftir Jens Weidemann, bankastjóra þýska seðlabankans, í fjölmiðlum um síðustu helgi. Hin evruríkin stæðu hins vegar ekki síður frammi fyrir erfiðleikum, því að þrýstingur á evruna myndi væntanlega aukast til muna. Fjárfestar, fyrirtæki og einstaklingar myndu hika við að eiga evrur í bönkum þeirra ríkja, sem eftir brotthvarf Grikkja stæðu tæpast, nefnilega ríkja á borð við Írland og Portúgal, Ítalíu og Spán. Spurningin snýst hins vegar um það hvort grískum stjórnmálamönnum tekst í tæka tíð að komast að einhverri niðurstöðu um aðhaldsaðgerðir, sem hin evruríkin geta sætt sig við. Takist það ekki virðist brotthvarf þeirra af evrusvæðinu óhjákvæmilegt. Sem stendur er óvissan algjör. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira