Leggur mikla áherslu á auðmannaskattinn 26. janúar 2012 01:00 Slær ekki af Barack Obama forseti varði verk sín á kjörtímabilinu og boðaði sérstakan auðmannaskatt sem kenndur er við Warren Buffet. Fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu í fyrrinótt að hann stefndi ótrauður að því að koma á sérstökum skatti á auðmenn. Þannig yrðu þeir sem hafa heildarárslaun yfir einni milljón dala að greiða 30 prósenta skatt hið minnsta. Laun auðmanna í Bandaríkjunum hafa verið í brennidepli upp á síðkastið eftir að í ljós kom að forsetaframbjóðandinn vellauðugi Mitt Romney hafi greitt innan við fimmtán prósent í skatt, enda falla hans tekjur undir lög um fjármagnstekjuskatt sem er mun lægri en tekjuskattur sem er jafnan um 35 prósent. Þessi áætlun Obama er kennd við Warren Buffet, einn allra ríkasta mann heims, sem hefur kallað eftir því að fá að greiða hærra hlutfall launa sinna í skatt. Þykir honum enda skjóta skökku við að ritarinn hans greiði hærra hlutfall en hann gerir sjálfur. Þá sló sjálfur Bill Gates á sömu strengi í viðtali við BBC í gær þar sem hann sagði að í núverandi ástandi þyrftu skattar að hækka til að hægt verði að loka fjárlagagatinu. Þeir ættu frekar að hækka hjá ríku fólki. Það væri réttlæti fólgið í því að allir færðu fórnir til að laga ástandið. Viðbúið er að málið muni mæta harðri andstöðu repúblikana, sem hafa meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Annars þótti ræða forsetans bera þess keim að forsetakosningar verða haldnar næsta haust og Obama lagði mikla áherslu á það sem hafði afrekast í sinni valdatíð og að ástandið væri á uppleið. - þj
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Sjá meira