Enski boltinn

Wenger: Stuðningsmenn geta ekki verið sáttir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Wenger var þungur á brún á hliðarlínunni í dag.
Wenger var þungur á brún á hliðarlínunni í dag. Nordicphotos/Getty
Arsene Wenger sagði sína menn ekki hafa átt neitt skilið út úr leik sínum gegn Swansea í dag. Walesverjarnir gerðu góða ferð til Lundúna og nældu í stigin þrjú.

„Við spiluðum ekki vel og Swansea átti skilið að vinna leikinn. Við virkuðum þreyttir eftir tvo útileiki í Meistaradeildinni. Mistök okkar áttu sér stað þremur mínútum fyrir leikslok í stöðunni 0-0. Þótt það stefni ekki í sigur þá má alls ekki tapa leiknum," sagði Wenger.

Spánverjinn Michu skoraði tvö mörk á þremur mínútum og tryggði gestunum 2-0 sigur.

„Mér fannst við reyna að komast inn í leikinn en við vorum ekki nógu beittir. Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi og við þurfum að vinna í því. Stuðningsmenn okkar geta ekki verið sáttir þegar við vinnum ekki leiki og frammistaða okkar í dag dugar ekki til að halda stuðningsmönnunum góðum," sagði Wenger.

Michael Laudrup, stjóri Swansea, var skiljanlega ánægður með sína menn.

„Ég vissi að við myndum spila vel á móti stóru liðunum því það er auðvelt að mótivera leikmenn fyrir slíka leiki," sagði Laudrup.

„Sjö stig í þremur leikjum gegn Liverpool úti, gegn spútnikliði West Brom og nú á útivelli gegn Arsenal. Þessi vika var frábær."


Tengdar fréttir

Michu sá um Arsenal og Liverpool vann | Úrslit dagsins

Spánverjinn Michu stal sviðsljósinu í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Swansea vann útisigur á Arsenal. Liverpool vann eins marks sigur á Southampton og Manchester City og Everton skildu jöfn 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×