Þetta er að verða betra og betra hjá okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2012 07:00 Zlatan Ibrahimovic bjó til tvö mörk fyrir Svía á fyrstu 14 mínútunum. Hér er hann í baráttunni við Hallgrím Jónasson. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins. Svíarnir voru komnir í 2-0 eftir fjórtán mínútur en Kolbeinn Sigþórsson minnkaði muninn á 26. mínútu með flottu skallamarki. Hallgrímur Jónasson minnkaði síðan muninn í 3-2 með síðustu spyrnu leiksins þegar hann skallaði inn horn Gylfa Þórs Sigurðssonar eftir að Svíar höfðu komist í 3-1 á 77. mínútu. „Við vorum alltof passívir í upphafi leiksins og gáfum þeim alltof mikinn tíma og of stór svæði til að vinna á. Þetta er samt að verða betra og betra hjá okkur en ég þarf bara að ýta aðeins á strákana til að vera grimmari varnarlega," sagði Lars Lagerbäck og bætti við: „Liðið var að spila vel fram að því að þeir skora þriðja markið. Við gáfum það mark og megum bara ekki gera svona mistök ef við ætlum okkur að vinna einhverja leiki. Eins og ég talaði um eftir Frakkaleikinn þá hafa þetta verið mjög góðir dagar fyrir okkur. Strákarnir eru búnir að leggja sig mikið fram og hafa rétta hugarfarið. Ég var aðeins vonsvikinn með fyrstu fimmtán mínúturnar," sagði Lars. Íslenska liðið hefur tapað fjórum fyrstu leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck en liðið er að sýna flotta spilakafla á stórum köflum og er búið að skora í öllum leikjunum, þar af fjögur mörk í síðustu tveimur leikjunum. „Leikmennirnir eiga mikið hrós skilið eftir þessa fjóra erfiðu vináttulandsleiki og við munum nýta okkur þá þegar við byrjum undankeppni HM í september. Við erum að skora í öllum leikjum og við erum að skora falleg mörk. Fyrsta markið okkar kom eftir frábæra sókn og mjög góða fyrirgjöf. Kolbeinn var síðan réttur maður á réttum stað eins og hann á að vera. Við skorum síðan seinna markið eftir horn sem við ætlum að nýta okkur. Leikmenn eiga hrós skilið fyrir að skora flott mörk," sagði Lars sem sér liðið vera á réttri leið. „Við megum ekki líta framhjá því að við vorum að spila við mjög sterka andstæðinga og líka á útivelli. Ég get verið ánægður með margt í þessum leikjum og við erum búnir að taka fyrstu skrefin í átt til þess að vera mun betra lið en þegar ég tók við," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti