Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn 25. ágúst 2012 00:15 Breivik og lögmenn hans hlýða á dómara lesa upp úrskurð sinn í gær. nordicphotos/AFP Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum. Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik brosti þegar dómstóll í Ósló sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að hann væri sakhæfur og þyrfti að sitja inni í 10 til 21 ár, hið minnsta. Dómararnir voru nærri átta klukkutíma að lesa upp dóminn, sem er 106 blaðsíður. Þar er farið ítarlega yfir öll ákæruatriðin og sagt frá glæpum Breiviks, þegar hann myrti 77 manns þann 22. júlí á síðasta ári. Að loknum lestri dómaranna hugðist Breivik kveða sér hljóðs og ávarpa herskáa þjóðernissinna í Noregi og í Evrópu, en Wenche Elizabeth Arntzen dómari þaggaði strax niður í honum. Almennt virðast Norðmenn sáttir við niðurstöðu dómaranna. Behring fær þyngsta dóm sem norsk lög leyfa, og mun að öllum líkindum sitja í fangelsi til æviloka. Samkvæmt norskum lögum verður hægt að framlengja dóminn, fimm ár í senn, á meðan hann þykir hættulegur samfélaginu. Sjálfur virtist Breivik einnig nokkuð sáttur. „Hann hefur allan tímann haft trú á að hann yrði úrskurðaður sakhæfur,“ sagði Vibeke Hein Bæra, lögmaður Breiviks, í viðtali við norska sjónvarpið. Breivik ítrekaði hins vegar það sem hann sagði við upphaf réttarhaldanna, að hann viðurkenni ekki dómstólinn þar sem hann starfi í umboði stjórnmálaflokka sem styðja fjölmenningarhyggju. Hann sagðist því hvorki geta samþykkt né áfrýjað úrskurðinum. Ákæruvaldið tók sér hins vegar frest til að ákveða hvort dómnum yrði áfrýjað. Samkvæmt lögum er fresturinn tvær vikur. „Tilhugsunin um mikið ofbeldi og manndráp er greinilega örvandi fyrir hinn ákærða,“ segir í dómsúrskurðinum. Dómstóllinn tekur sérstaklega fram að litlar líkur séu til þess að hættan af honum minnki með árunum. „Þegar afplánun lýkur verður lýðræðið, sem hinn ákærði vill kollvarpa, áfram til staðar,“ segir í dómsúrskurðinum. „Í Noregi verða áfram innflytjendur af ólíkum uppruna, með ólíka menningu og ólík trúarbrögð. Hinn ákærði gaf fyrir rétti til kynna að hann myndi halda áfram pólitískri baráttu sinni innan fangelsismúranna. Að lokinni afplánun mun hinn ákærði að öllum líkindum áfram hafa vilja og getu til að fremja mörg og afar hrottafengin dráp.“ Hann verður því hafður í einangrun, að minnsta kosti næstu tíu árin, og hittir varla nokkurn mann nema fangaverðina. Hann hefur þrjá klefa til umráða. Hver þeirra er um það bil átta fermetrar. Í einum er rúm, í öðrum eru líkamsræktartæki en í þeim þriðja er skrifborð með tölvu, skrúfaðri fastri. Hann hefur ekki aðgang að neti, en getur komist út í lítinn afgirtan garð í að minnsta kosti klukkutíma á dag. gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira