Evrópusambandið í hart gegn Írönum 24. janúar 2012 00:00 Á markaði í Teheran Íranar hafa til þessa selt um fimmtung olíu sinnar til Evrópusambandsríkjanna, en þurfa nú að finna aðra kaupendur.nordicphotos/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna samþykktu í gær að öll olíuviðskipti við Íran verði bönnuð. Jafnframt verða eignir íranska seðlabankans í aðildarríkjum ESB frystar. Þetta er gert til að þrýsta á írönsk stjórnvöld um að hefja aftur viðræður um kjarnorkuáform sín. Sjálfir segjast Íranar eingöngu ætla að nota kjarnorkuna til að uppfylla orkuþarfir landsins, en stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ísrael og fleiri löndum telja sig hafa rökstuddan grun um að þeir stefni á að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins vísa í nýlega skýrslu frá Alþjóðlega kjarnorkueftirlitinu, þar sem segir að Íranar hafi neitað að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og leyfa ekki fullan aðgang alþjóðlegra eftirlitsmanna. Íranar framleiða um það bil fjórar milljónir olíutunna á dag og hafa selt um fimmtung þeirra til Evrópusambandsríkjanna. Olíukaupin frá Íran nema þó ekki nema sex prósentum af heildarolíukaupum Evrópusambandsríkjanna. Tveir íranskir þingmenn brugðust við tíðindunum í gær með því að rifja upp hótanir um að loka Hormússundi, sem er þröngt sund milli Írans og Arabíuskaga. Sigla þarf um Hormússund til að komast inn á Persaflóa, og um sundið er fluttur um fimmtungur af allri þeirri olíu sem seld er á heimsmarkaði. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins ætla að endurskoða ákvörðun sína í vor, meðal annars með tilliti til þess hvaða áhrif viðskiptabannið getur haft á Evrópuríki, og þá ekki síst Grikkland, sem á í miklum efnahagsörðugleikum og treystir mjög á að fá ódýra olíu keypta frá Íran. Um fjórðungur af þeirri olíu sem Grikkir kaupa kemur frá Íran. Olíuverð hefur hækkað nokkuð vegna þeirrar spennu sem refsiaðgerðir ESB hafa aukið enn frekar. Íranska fréttastofan IRNA hefur það eftir embættismanni í íranska utanríkisráðuneytinu að refsiaðgerðirnar muni bitna mest á Evrópusambandsríkjunum sjálfum. Þá sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að refsiaðgerðir Evrópusambandsins myndu ekki liðka fyrir lausn málsins. Þess í stað hvatti hann til þess að viðræður hæfust að nýju. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent