Konur og börn flutt frá Homs 25. febrúar 2012 01:00 Borgarastyrjöld Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Homs í átökum við herinn. nordicphotos/AFP Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira
Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Sjá meira