Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt „fagn" úr leiknum vinsæla.
Hann uppskar mikið hrós frá Brendan Rodgers, stjóra Swansea, eftir leikinn. „Hann er hér til að skora mörk og búa þau til. Hann gerir það meistaralega vel," sagði hann. „Hann vill alltaf sækja á markið og það er mikilvægt í þessari deild að vera með mann sem býr yfir slíkum eiginleikum."
Gylfi var valinn maður leiksins af Sky-sjónvarpsstöðinni bresku og var iðulega hæstur í einkunnagjöfum fjölmiðla ytra.
Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

„Kemur væntanlega risastórt tómarúm“
Körfubolti
