Enski boltinn

Charlie Adam á leið í læknisskoðun hjá Stoke

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Adam tók þátt í undirbúningstímabilinu með Liverpool en lítið spilað síðan þá.
Adam tók þátt í undirbúningstímabilinu með Liverpool en lítið spilað síðan þá. Nordicphotos/Getty
Stoke hefur staðfest að miðjumaðurinn Charlie Adam sé á leið í læknisskoðun hjá félaginu. Allt útlit er því fyrir að Skotinn sé á leið frá Liverpool.

Talið er að Stoke greiði um fjórar milljónir punda fyrir Adam sem er ekki í framtíðaráhorfum Brendan Rodgers, nýs knattspyrnustjóra Liverpool.

Adam fór á kostum með Blackpool sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni vorið 2010. Liðið vakti mikla athygli tímabilið 2010-2011, ekki síst Adam, en féll á lokadeginum og spilar nú í Championship-deildinni.

Adam var hins vegar keyptur til Liverpool en ekki tekist að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Adam var ekki í leikmannahópi Liverpool sem sló út Hearts í Evrópudeildinni í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×