Enski boltinn

Tottenham og Porto semja um Moutinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt enskum fjölmiðlum hafa Tottenham og Porto komist um samkomulag um kaupverð á Joao Moutinho. Það mun vera upp á 22 milljónir punda. Viðræður við Moutinho sjálfan virðast þó ganga hægt.

Moutinho hefur verið lengi í sigitinu hjá Andre Villas-Boas, stjóra Tottenham. Villas-Boas keypti hann reyndar til Porto fyrir tveimur árum síðan en þá var Moutinho leikmaður erkifjendanna í Sporting Lissabon.

Porto var sagt vilja fá 30 milljónir punda fyrir Moutinho en svo virðist sem sem að Porto hafi sætt sig við áðurnefnda upphæð.

Aðra sögu er hins vegar að segja að viðræðum Tottenham við leikmanninn sjálfan en sem stendur virðast aðilar nokkuð frá því að komast að niðurstöðu um kaup og kjör hans.

Verði af þessum félagaskiptum verður Moutinho dýrasti leikmaður í sögu Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×