Enski boltinn

Everton kaupir liðsfélaga Sölva Geirs og Ragnars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryan Oviedo í leik með FCK.
Bryan Oviedo í leik með FCK. Mynd/AFP
Bryan Oviedo, leikmaður danska liðsins FC Kaupmannahafnar, er á leiðinni í læknisskoðun á Goodison Park í dag en Everton hefur náð samkomulagi við FCK um kaup á þessum landsliðsmanni frá Kosta Ríka.

Everton ætlar að borga 1,6 milljónir punda fyrir þennan liðsfélaga Sölva Geir Ottesen og Ragnars Sigurðssonar en FCK missti naumlega af því að komast í Meistaradeildina í vikunni. Oviedo á eftir að semja um kaup og kjör en það er fátt sem kemur í veg fyrir að hann spili með Everton í vetur.

Bryan Oviedo er 22 ára vinstri bakvörður sem getur einnig spilað vinstra megin á miðjunni. Hann hefur verið fastamaður í liði FCK síðan að hann kom til liðsins frá Saprissa árið 2010.

Oviedo var lánaður til FC Nordsjælland 2010-11 og varð bikarmeistari með liðinu. Hann varð síðan bikarmeistari með FCK á síðustu leiktíð.

Uppfært 19.10: Oviedo hefur gert fjögurra ára samning við Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×