Enski boltinn

City náði að klófesta Garcia

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Javi Garcia er orðinn leikmaður Manchester City en fréttir þess bárust frá herbúðum félagsins nú í kvöld. City greiðir Benfica sextán milljónir punda fyrir kappann.

Roberto Mancini, stjóri City, vildi fá leikmann til að fylla í skarð Nigel De Jong sem fór til AC Milan. Hann ætlaði sér fyrst að klófesta Daniele de Rossi en sá ákvað að vera um kyrrt hjá Roma á Ítalíu.

Garcia fór til Manchester fyrr í dag til að gangast undir læknisskoðun og ganga svo frá samningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×